Íslenskur Twaróg er nýr ferskur ostur sem á rætur að rekja til Póllands. Twaróg er ferskur og bragðmildur með rjómakenndu bragði sem nýtist á afar fjölbreyttan hátt, t.d. sem álegg á brauð með ýmsu grænmeti, kryddjurtum og pestói.
Twaróg salat með radísum og graslauk
- 2 brauðsneiðar að eigin vali
- 1 stk. íslenskur Twaróg ostur
- 4 stk. radísur
- ferskur graslaukur
- 1 dós sýrður rjómi frá Gott í matinn
- salt og pipar
Aðferð:
- Skolið radísur með köldu vatni og skerið þrjár í litla teninga og eina í þunnar sneiðar
- Skolið graslaukinn með köldu vatni og saxið smátt.
- Hrærið varlega saman Twaróg osti, radísunum sem skornar voru í teninga og graslauknum þar til hefur blandast vel saman. Geymið smá af graslauk til að setja ofan á brauðið.
- Bætið sýrðum rjóma saman við blönduna og kryddið eftir smekk með salti og pipar.
- Hrærið í salatinu þannig að innihaldið blandist vel saman.
- Smyrjið að lokum salatinu á brauðsneiðar, skreytið með sneiddum radísum og söxuðum graslauk.