Lúxus bistro opnar í Kaupmannahöfn

Mbl.is/Lars Ranek

Danir eru ekki bara góðir í að hanna fallega hluti til heimilisins, því þeir eru afbragðsgóðir kokkar líka og búa yfir úrvals hráefnum. Og hvoru tveggja má upplifa á nýjum lúxus bistro er kallast Restaurant Mark.

Veitingastaðurinn opnaði í maí byrjun og er byggður á franskri matargerðartækni. Hér fylgir eldhúsið árstíðunum og sækir hráefnið beint frá býli – því er það alveg upp á sitt besta. Mest allt hráefnið kemur frá Danmörku og matseðillinn er byggður upp á dönskum matarhefðum – þó uppfærður og borinn fram á nýstárlegan máta. Á Mark er opið frá morgni til kvölds, því hægt að droppa inn til að snæða morgunmat á leið til vinnu, eða fara yfir í stærri rétti á kvöldin. Eins er bar á staðnum sem býður upp á snarl og smárétti, og hér má einnig njóta utandyra í sólinni með sýn á mannlífið í borginni. Fyrir áhugasama, þá má finna staðinn á Axelborg, Axeltorv 3 – 1609 København V.

Nýr matsölustaður opnaði nú á dögunum í Kaupmannahöfn og er …
Nýr matsölustaður opnaði nú á dögunum í Kaupmannahöfn og er vel þess virði að kanna betur. Mbl.is/Lars Ranek
Mbl.is/Lars Ranek
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert