Partýídýfan sem setur allt á hliðina

Partýídýfan sem setur allt á hliðina
Partýídýfan sem setur allt á hliðina Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Góð ídýfa - sérstaklega þegar hún er sneisafull af bræddum osti og alls konar gúmmelaði er eitt það besta sem hægt er að fá. Tæknilega séð má kalla þessa ídýfu eðlu en þá er nauðsynlegt að titla hana lúxuseðlu.

Það er meistari Berglind Guðmunds á GRGS.is sem á heiðurinn að þessari snilld, sem við ætlum að skella í við fyrsta tækifæri.

Partýídýfan sem setur allt á hliðina

  • 400 g hreinn rjómaostur frá MS
  • 1 poki cheddarostur frá Gott í matinn
  • 1 box 18% sýrður rjómi frá Gott í matinn
  • 1 krukka hot taco salsa

Aðferð:

  1. Blandið öllum hráefnum saman í skál.
  2. Látið í ofnfast mót og eldið í 200°C ofni í 25 mínútur eða þar til osturinn er farinn að búbbla og orðinn gylltur á lit.
  3. Berið fram með tortillaflögum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert