IKEA kjötbolla lendir á kleinuhring

Einstaklega girnilegt, eða hvað?
Einstaklega girnilegt, eða hvað? mbl.is/Travel Butler County Ohio

Í tilefni að alþjóðlega kleinuhringjadeginum þann 3. júní mun sænsk ættaður kjötbollu kleinuhringur líta dagsins ljós.

Það er kleinuhringjasalinn Butler County í Ohio sem hefur í samstarfi við IKEA farið óhefðbundnar leiðir í sætabrauði. Útkoman er IKEA-innblásinn kleinuhringur með léttum og dúnkenndum botni, berjasósu og gljáa, og toppaður með Ikea kjötbollu. En þessir kleinuhringir verða eingöngu fáanlegir í IKEA í West Chester, og þá án endurgjalds á meðan birgðir endast. Annarskonar kleinuhringir verða einnig á boðstólnum, þá með steiktum rjómaosti, jalapenjó, hindberja, meða bananabúðing og margt fleira. Því tilvalið að gæða sér á nýstárlegum kleinuhring og kaupa sófa í leiðinni. Væri gaman ef við sjáum íslenskar verslanir taka upp þennan alþjóðlega dag og bjóða landsmönnum upp á óvæntar krásir í næstu verslunarferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert