Nú geta ferðaþyrstir matgæðingar glaðst, því veitingastaðurinn Hjá Höllu opnar aftur á næstu dögum upp í Leifsstöð – en staðurinn hefur verið lokaður síðan faraldurinn byrjaði.
Hjá Höllu hefur notið ómældrar vinsælda hjá þeim sem leggja land undir fót og langar í góðan bita fyrir ferðalagið. Hér verða hinar rómuðu eldbökuðu pítsur á boðstólnum sem eru allar bakaðar á staðnum og eins verður hægt að kaupa sneiðar á ákveðnum tíma yfir daginn. Þorskhnakkinn vinsæli er á matseðli, ásamt grillbrauði, salötum, súpu, brauði, pestó, beyglum, croissant, kaffi og öðrum óáfengum og áfengum drykkjum.
Hjá Höllu er að finna í suðurbyggingu við brottfarahlið C – í rólegu umhverfi, þar sem góð þjónusta og góður matur er allra helst boðstólnum og stutt í öll hlið, því vel hægt að gera vel við sig og njóta í engu stressi.