Klassískur stóll fær nýtt útlit

Gullfallegur stóll hannaður af Børge Mogensen.
Gullfallegur stóll hannaður af Børge Mogensen. Mbl.is/©MATER

Mater kynnir stóla- og borðseríu sem hannað var árið 1958 af húsgagnahönnuðinum og arkitektinum Børge Mogensen. Þetta er í fyrsta sinn sem Børge Mogensen hönnun er endursýnd í öðru efni en upprunalega. Nýtt sjálfbært og endurvinnanlegt efni úr úrgangi, þróað og með einkaleyfi af Mater, myndar sæti og bak stólsins sem samanstendur af endurnýjuðu trefjaefni úr úrgangi og plasti sem í þessu tilfelli er einnig blandað sagi úr FSC viðnum frá fótleggjum stólsins.

Vöruþróunin á stólnum fór fram í nánu samstarfi við tvö af barnabörnum Børge Mogensen, en þess má geta að þau voru einnig listrænir stjórnendur og ljósmyndarar á bak við herferðina við að kynna stólinn og ef marka má myndirnar, þá eiga þau ekki langt að sækja næmt augað.

Mbl.is/©MATER
Mbl.is/©MATER
Mbl.is/©MATER
Mbl.is/©MATER
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert