Muffins með þrenns konar súkkulaði

Ofsalega góð muffins uppskrift í boði Hildar Rutar.
Ofsalega góð muffins uppskrift í boði Hildar Rutar. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Þessar muffins er algjört æði svo ekki sé minna sagt, því þær eru með þrenns konar súkkulaði sem gerir allt örlítið betra – suðursúkkulaði, mjólkursúkkulaði og hvítu súkkulaði. Uppskriftin kemur frá Hildi Rut sem segir baksturinn vera upplagða fjölskyldustund og passa sérlega vel með sunnudagskaffinu.

Muffins með þrenns konar súkkulaði

12 stk.

  • 6 dl hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1/2 tsk. salt
  • 100 g suðusúkkulaði
  • 100 g mjólkursúkkulaði
  • 100 g hvítt súkkulaði
  • 110 g smjör
  • 2 egg
  • 2,5 dl sykur
  • 2 tsk. vanilludropar
  • 1 dl mjólk

Aðferð:

  1. Skerið allt súkkulaðið í litla bita.
  2. Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda, salti og súkkulaðinu saman með skeið.
  3. Bræðið smjör og blandið saman við egg, sykur, vanilludropa og mjólk. Ég notaði hrærivélina.
  4. Hellið hveitiblöndunni út í og hrærið varlega saman.
  5. Dreifið deiginu í 12 muffinsform og bakið í 15-20 mín við 190°C.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert