Magnaður mexíkóskur kjúklingaréttur sem klikkar ekki

Ljósmynd/Thelma Þorbergs

Einfaldur og fljótlegur kjúklingaréttur sem er tilvalin kvöldmáltíð þegar lítill tími gefst til að elda. Rétturinn er mildur, en fyrir þá sem vilja láta rífa aðeins í bragðlaukana er hægt að bæta fersku chilli eða meiri chillikryddi saman við hrísgrjónin og kjúklinginn. Gott er að bera réttinn fram með sýrðum rjóma.

Uppskriftin kemur úr smiðju Thelmu Þorbergsdóttur.

Heitur mexíkóskur réttur með kjúklingi og hrísgrjónum

Fyrir 6

  • 4 dl hrísgrjón
  • 1 tsk. chilli
  • 1 tsk. paprikukrydd
  • 1 tsk. cumin
  • 1 stk. kjúklingakraftur
  • 500 g eldaður kjúklingur, eða 3 bringur eldaðar og rifnar niður
  • 400 g refried baunir í dós
  • 250 g Mexíósk ostablanda frá Gott í matinn
  • 400 g taco sósa
  • 200 g rjómaostur með graslauk og lauk frá MS
  • 150 g gular baunir
  • 1 tsk. salt
  • 1⁄2 tsk. svartur pipar
  • nachos flögur með ostabragði
  • ferskur kóríander

Aðferð:

  1. Setjið 4 dl hrísgrjónum í pott ásamt 8 dl af vatni. Kryddið með chilli, papriku, cumin og kjúklingakrafti. Hrærið þar til allt hefur blandast saman.
  2. Látið suðuna koma upp á hrísgrjónunum, þegar helmingurinn af vatninu er eftir á hrísgrjónunum setjið þá lokið yfir og slökkvið undir pottinum og látið þau eldast í gufunni.
  3. Skerið kjúklinginn smátt niður og setjið í skál á samt baununum, helmingnum af ostablöndunni, taco sósu, rjómaosti og gulum baunum og hrærið.
  4. Bætið hrísgrjónunum saman við ásamt salti og pipar og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
  5. Setjið blönduna í eldfast mót og inn í ofn við 180 gráðu hita í 20 mínútur.
  6. Takið réttinn út, setjið restina af ostinum og mulið nachos yfir réttinn.
  7. Bakið í aðrar 10 mínútur eða þar til osturinn hefur náð að bráðna alveg.
  8. Skerið niður ferskan kóríander og dreifið yfir réttinn og berið fram heitan.
  9. Ef þið viljið vilja flýta fyrir má sjóða hrísgrjónin daginn áður, eða gera allan réttinn deginum áður og hita hann upp.
  10. Einnig er gott að bera réttinn fram með sýrðum rjóma frá Gott í matinn.
Ljósmynd/Thelma Þorbergs
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert