Frábær kjúklingaréttur með haug af osti

Ljósmynd/Matarmenn

„Einfaldasti kjúklingarétturinn, en á sama tíma sá besti sem við höfum smakkað“, segja Matarmenn um þennan rétt. En hér bjóða þeir upp á ómótstæðilegan rétt ásamt bygg salati sem á sér engan líkan.

Frábær kjúklingaréttur með haug af osti

  • 1 kg úrbeinuð kjúklingalæri
  • 2 dósir 10% sýrður rjómi
  • 1 stk. Feykir
  • 1 búnt fersk basilika
  • 1 msk. hvítlauksduft
  • 1 msk. oreganó
  • 400 g rifinn mozarella
  • Brauðteningar eftir smekk
  • ½ bolli smátt skorin fersk steinselja
  • Ólífuolía
  • Salt og pipar

Bankabygg salat

  • 2 bollar bankabygg
  • 4 bollar grænmetissoð
  • 2 skarlottlaukar
  • 2/3 bolli ólífuolía
  • 6 msk. eplaedik
  • 2 msk. dijon sinnep
  • 2 msk. hunang
  • Salt og pipar
  • 2 græn epli
  • 1 þroskað mangó
  • 1-2 avókadó
  • 1 poki ruccola
  • 1 bolli parmesan
  • ½ bolli fersk basilika
  • ½ bolli pekanhnetur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn á 190°C.
  2. Blandið saman í skál, rifnum Feyki, sýrða rjómanum, basiliku, oreganó og hvítlauksdufti – og hrærið vel.
  3. Penslið botninn á eldföstu móti með ólífuolíu og leggið kjúklingalærin í fatið. Saltið og piprið.
  4. Leggið ostablönduna yfir með skeið, á hvert og eitt læri svo að þau séu vel þakin og toppið með mozarella ostinum.
  5. Setjið inn í ofn í 1 klukkkustund.
  6. Stráið brauðteningum yfir ásamt steinselju og berið fram.

Bankabygg:

  1. Sjóðið byggið eftir leiðbeiningum á pakkningu upp úr grænmetis soðinu.
  2. Á meðan byggið er að sjóða er gott að rífa parmesaninn og skera niður laukinn, eplin, mangóið, basiliku, ruccola og pekanhnetur (geymið avókadó þar til í lokin).
  3. Hitið pönnu með olíu á meðalháan hita, þegar hún er orðin heit fer laukurinn saman við. Lækkið niður í lágan hita þegar allt fer að bubbla og látið malla í 15-20 mínútur.
  4. Blandið saman í skál, ólífuolíu, eplaediki, dijon sinnepi, hunangi, salti og pipar og hrærið mjög vel saman þar til allt bindur sig. Leggið til hliðar.
  5. Þegar allt er tilbúið er öllu blandað saman í skál ásamt dressingunni og blandað varlega saman. Og ekki gleyma avókadóinu!
Ómótstæðilegur kjúklingaréttur með nóg af osti.
Ómótstæðilegur kjúklingaréttur með nóg af osti. mbl.is/Instagram_Matarmenn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert