Vipp tunnan fáanleg í nýjum lit

Vinsælasta ruslatunna heims í nýjum lit.
Vinsælasta ruslatunna heims í nýjum lit. mbl.is/Vipp

Við felum ekkert hrifningu okkar á vörunum frá Vipp, sem eiga sér áralanga sögu er hófst með ákveðinni ruslafötu. Nú er hægt að fá tunnuna í upprunalega litnum, eða í beige lit sem er afskaplega fallegur ef þið spyrjið okkur.

Það var Holger Nielsen sem hannði hina heimsfrægu Vipp ruslatunnu árið 1939, en hann valdi þennan mjúka kremaða lit á tunnuna á sínum tíma. Og nú er hægt að fá útvaldar vörur í svokölluðum „Holger’s Beige”, eða í nútímalegri útgáfu af upprunalega litnum. Eftir áratugi í markaði, eingöngu fáanlegt í svörtu og hvítu, fást nú vörurnar í hlýjum nostalgískum tónum. Fimm stærðir af tunnunum góðu ásamt sápuskammtara, tannburstahaldara, klósettbursta og þvottakörfu – hefur nú verið breytt í sandlit með örlítið harðgerðu yfirborði. Innanhúshönnuður fyrirtækisins, Julie Cloos Mølsgaard, segir í fréttatilkynningu að nýji liturinn endurkalli hlýja og kvenlega fágun við iðnaðarútlit vörunnar. En nýjungar koma á markað í lok júní.

mbl.is/Vipp
mbl.is/Vipp
mbl.is/Vipp
mbl.is/Vipp
mbl.is/Vipp
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert