Svona kemur eldhúspappír að góðum notum

Eldhúsrúllur koma víða við sögu í eldhúsinu.
Eldhúsrúllur koma víða við sögu í eldhúsinu. mbl.is/madbibelen.dk

Eld­húsrúll­ur geta verið hið mesta þarfaþing að grípa í til að þurrka upp bleytu eða óhrein­indi af eld­hús­bekkn­um. En papp­ír­inn kem­ur einnig að góðum not­um inn í ís­skáp.

Það sem fólkið á net­heim­un­um þessa dag­ana er að ræða hvað hæst, er hvernig þú viðheld­ur sal­ati leng­ur en ella og það með þessu ein­földu ráði. Sal­at á nefni­lega til að skemm­ast allt of fljótt í ís­skápn­um heima. Eld­húspapp­ír er raka­dræg­ur og því full­kom­inn til að leggja með ofan í poka af sal­ati til að sal­atið hald­ist hvað fersk­ast sem lengst. Sum­ir vilja meina að nóg sé að setja papp­ír beint ofan í pok­ann á meðan aðrir mæla með að taka sal­atið upp úr, leggja papp­ír á botn­inn og setja sal­atið þar ofan á. Hvort sem held­ur, þá er þessi aðferð vel þess virði að prófa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert