Fyrsti Poke veitingastaðurinn á Íslandi

Mathöll Höfða nýtur mikilla vinsælda, enda fjölbreyttir staðir á besta …
Mathöll Höfða nýtur mikilla vinsælda, enda fjölbreyttir staðir á besta stað í bænum. Mbl.is/Arnþór Birkisson

Við fögnum öllum nýjum afurðum, uppákomum og nýjungum í matargerð hér á landi – en í fyrsta sinn á Íslandi má finna svokallaða Pokeskálar sem eru að slá rækilega í gegn. Pokeskálin er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem sérhæfir sig í slíkum skálum. Staðurinn opnaði í Mathöll Höfða fyrr í þessum mánuði, en eigendur reka einnig Pastagerðina á Granda og í Mathöll Höfða.

Hér um ræðir blöndu af sushi og salati þar sem eingöngu ferskt og gott hráefni ræður ríkjum, og eiga skálarnar rætur sínar að rekja á suðrænar slóðir til Havaí. Poke þýðir að „sneiða eða skera“, og vísar til bita af hráum marineruðum fiski, þá oftast túnfiski sem síðan er settur yfir hrísgrjón og toppað með grænmeti og sósu. Eða næsta kynslóð af af sushi ef svo má segja. Hér á landi býður Pokeskálin upp á skálar með kjúklingi, nautakjöti, laxi, risarækjum og tofu svo eitthvað sé nefnt – en bragðlaukarnir verða ekki fyrir vonbrigðum með samsetninguna og við mælum eindregið með að smakka. Á staðnum er einnig hægt að fá barnaskálar, svo ekkert stendur í vegi fyrir að fjölskyldan geti notið saman – en á heimasíðunni þeirra má finna fyrirtaks fjölskyldutilboð.

Pokeskálar eru nú fáanlegar í fyrsta sinn á Íslandi.
Pokeskálar eru nú fáanlegar í fyrsta sinn á Íslandi. mbl.is/Facebook_Pokeskálin
mbl.is/Facebook_Pokeskálin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert