Matvælin sem bæta svefninn

Ljósmynd/Pexels/Ketut Subiyanto

Svefninn er okkur afar mikilvægur og hálfgerð forréttindi að fá fullan nætursvefn til að hafa orku og þrek inn í næsta dag. En eitt af því sem hjálpar til við góðan nætursvefn er maturinn sem við borðum. Hér er listi yfir þau matvæli sem næringafræðingurinn Birpal Virdee, stofnandi Supplement Guru - vill meina að séu þau bestu til að borða á kvöldin eða fyrir háttatímann. Og miðað við neðangreinda lista, þá ætti þetta ekki að vera svo flókið.

  • Kíví
  • Fiskur
  • C vítamín eða sítrusávextir
  • Kamillu te
  • Möndlur, valhnetur og pistasíuhnetur
  • Graskersfræ
  • Avókadó
Matur getur haft veruleg áhrif á svefninn okkar.
Matur getur haft veruleg áhrif á svefninn okkar. mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert