Trixin til að þrífa brauðristina rétt

Munum að þrífa ristavélina - það borgar sig.
Munum að þrífa ristavélina - það borgar sig. mbl.is/Pricerunner_Dualit

Manstu hvenær þú þreifst brauðristina síðast? Nú ef ekki, þá þarftu að lesa þig í gegnum eftirfarandi og koma því verki í gang.

Brauðristin er eitt af þeim heimilistækjum sem virðist gleyma að þrífa – þrátt fyrir að vera mikið notuð, ef ekki daglega á mörgum heimilum. Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem hjálpa þér að koma vélinni í gott stand á ný.

Svona áttu að þrífa brauðrist

  • Byrjið á því að tæma litla bakkann sem liggur neðst á vélinni. Hann er yfirfullur af mylsnum og öðru sem þú þarft að henda. Þvoið bakkann upp úr sápuvatni, þurrkið og setjið til hliðar.
  • Takið vélina sjálfa og setjið á hvolf yfir vaskinn til að ná öllum mylsnunum úr vélinni.
  • Notið gamlan tannbursta til að pússa hliðarnar og þar sem erfitt er að ná til ofan í vélinni. Hafið tannburstann rakann.
  • Spreyið edikblöndu í hreinan klút og þurrkið yfir alla vélina.
  • Setjið litla bakkann aftur á sinn stað og vélin er tilbúin til notkunnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert