Bananar sagðir streituvaldar fyrir mýs

Bananar valda karlmúsum streitu ef marka má nýjustu rannsóknir.
Bananar valda karlmúsum streitu ef marka má nýjustu rannsóknir. mbl.is/

Vísindamenn hafa gert stórfurðulega uppgötvun um karlkyns mýs, en guli bogni ávöxturinn bananar, virðist stressa þær.

Þessi merkilega uppgötvun var gerð alveg óviljandi á meðan vísindamenn voru að rannsaka viðbrögð karlkyns músa við þunguðum og mjólkandi kvenmúsum. Á meðan á rannsókninni stóð komust vísindamenn að því að efnasambönd í banana kölluðu fram streituvaldandi viðbrögð hjá kalkyns músum. Eins sýna karlkyns mýs streitu í nálægð við kvenmýs sem ganga með eða eru mjólkandi, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er birt var í Science Advances. Karlmýsnar sýndu einnig ókunnugum karlmúsum, árásagirni og leystu þvag. Og það er hér sem að bananar koma til sögunnar!

Komist var að því að efnasambandið n-pentýl asetat, sem finnst í þvagi kvenkyns músa á síðari meðgöngu og við mjólkurgjöf - er svipað efnasambandi sem finnast í ýmsum ávöxtum og notað til að framleiða bananaþykkni. Og þegar rannsóknarteymið keypti bananaolíuþykkni úr matvörubúðinni og setti inn í búr karlmúsa, þá jókst streitustigið þeirra verulega – eða urðu svipuð og streituviðbrögð þegar mýs taka þátt í slagsmálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert