Furðulegasta samlokuregla drottningar

AFP

Öll höfum við séð myndir af lekkerum tebökkum sem kenndar eru við Elísabetu Bretlandsdrottningu enda er það almenn vitneskja að hún borðar litlar skorpulausar þríhyrndar samlokur.

En ástæða þess að þær eru ekki ferkantaðar eins og við eigum að venjast er ansi furðuleg.

Í heimildarmyndinni Secrets of the Royal Kitchen, greindi fyrrum yfirkokkur drottningar, Graham Newbould, að ástæðan væri einföld og æfaforn. Það var trú manna hér áður fyrr að hver sá sem byði upp á ferhyrndan mat hyggðist ræna völdum í Englandi.

Sem gefur augaleið... og nú vitum við af hverju samlokurnar eru ætíð þrýhyrndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert