Ógnarfagurt nýtt matarstell frá Kaas

Nýtt matarstell frá Lucie Kaas og kallast MILK.
Nýtt matarstell frá Lucie Kaas og kallast MILK. mbl.is/Lucie Kaas

Við elskum falleg matarstell og með hækkandi sól er gaman að færa ljósa pastelliti inn á borð – eins og þessa nýjung hér frá Lucie Kaas.

Lucie Kaas er mörgum kunnugt fyrir litu tréstytturnar „Kokeshi Dolls“, sem finnast í ýmsum útfærslum, þá sem þekktir einstaklingar á borðið við Karl Lagerfeld, Audrey Hepburn, Andy Wharhol og fleiri skemmtilegir karakterar. En þeir kynntu nýverið nýjan borðbúnað í pastellitum sem setja sannarlega sinn svip á borðið. Diskar, skálar og glös framleitt úr gleri og kallast MILK, þá með hálfgerðri mjólkuráferð sem gefur vörunum þennan einstaka blæ. Vörurnar má skoða nánar á heimasíðunni þeirra HÉR.

mbl.is/Lucie Kaas
mbl.is/Lucie Kaas
Vinsælu trédúkkurnar frá Lucie Kaas.
Vinsælu trédúkkurnar frá Lucie Kaas. mbl.is/Lucie Kaas
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert