Það er óhætt að segja að internetið sé yfirfullt af alls kyns eldhúsgræjum og fylgihlutum og þetta er eitt af því.
Hér er forláta skúlptúr eða kertastjaki sem líkist ljósakrónu og kallast Egg Chandelier, hönnuð af systrunum Laila og Nadia Gohar - en þær fengu innblástur út frá girðingu sem þær muna eftir á æskuheimili þeirra. Stjakinn sem kostar um 38 þúsund krónur er gæddur eggjalaga kertum, eða heilum 11 stykkjum. Það er alveg óhætt að segja að stjakinn varpi húmor í rýmið og er alls ekki fyrsta óvenjulega varan sem þær kynna til leiks - því þær eru einnig með kerti eins og pepperóni, baguette töskupoka og hálsmen í laginu sem kjúklingaleggi.
Þó að vörurnar líti út fyrir að vera fullar af glettni, þá taka þær systur framleiðsluferlinu alvarlega og fá efnið sitt frá handverksfólki um allan heim - eins nota þær hefðbundnar aðferðir til að búa til vefnaðarvörur, glervörur og kertin. Sumar af vörunum eru jafnvel handgerðar af fjölskyldumeðlimum og má skoða nánar HÉR.