Æskuvinkonur í ævintýralegan rekstur saman

Svava og Íris.
Svava og Íris. Ljósmynd/Aðsend

Æskuvinkonurnar Íris Ann Sigurðardóttir og Svava Ástudóttir opnuðu nýverið kaffihúsið og verslunina Lólu Flórens í Garðastræti 6. Þar má finna ævintýraheim enda vita þær vinkonur fátt skemmtilegra en að grafa upp gleymdar gersemar og bjóða til sölu, bæði fatnað og varning.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend

Útkoman er því eitt skemmtilegasta kaffihús borgarinnar en þess má geta að Lóla Flórens er systurstaður barsins Lunu Flórens sem er að finna á Grandanum við hliðina á veitingastaðnum Coocoo’s Nest.

Ljósmynd/Aðsend

Hljómar flókið er er það alls ekki. Íris Ann opnaði Coocoo’s Nest ásamt eiginmanni sínum, Lucas Keller fyrir 9 árum síðan og hefur staðurinn notið mikilla vinsælda.

Smám saman fór að vanta meira pláss og þegar rýmið við hliðina losnaði var það tekið á leigu og þar opnuðu hjónin barinn Lunu Flórens. Þar kennir ýmissa grasa og meðal þess sem boðið er til sölu eru pottaplöntur og kristallar. Við erum því að tala um mjög óhefðbundinn og skemmtilegan stað sem varð eins konar framlenging á Coocoo’s.

Ljósmynd/Aðsend

Íris Ann opnar síðan systurstað Lunu í Garðastræti 6 sem hlaut nafnið Lóla Flórens. Þar kennir, eins og áður segir, ýmissa grasa og má fullyrða að þar sé á ferðinni eitt skemmtilegasta kaffihús landsins.

Ljósmynd/Aðsend

Þær vinkonur létu þó ekki staðar numið heldur er núna kominn pop-up glæsireiðin Lady Flórens sem mun aka um borgina (og nærliggjandi sveitarfélög) í sumar og bjóða upp á kræsingar og ýmislegt annað skemmtilegt eins og tarot lestur, uppákomur og skemmtilegan varning. Bíllinn er þar að auki fallega skreyttur en það var vinkona þeirra, Ariana Katrín sem sá um að skreyta Lady Flórens að utan.

Ljósmynd/Aðsend

Lady Flórens var formlega vígð á sjómannadaginn, hugmyndin var að reyna að hafa bílinn eins skemmtilegan og hægt væri enda segja þær stöllur að lífið snúist um að leika sér.

Lady Flórens var styrkt af Reykjavíkurborg.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert