Hér erum við með pítsu úr smiðju Lindu Ben sem ætti að slá í gegn. Við erum að tala um að Linda sleppir hefðbundinni rauðri sósu og setur fetaost á botninn. Kemur hrikalega vel út og bragðast ótrúlega vel með tómötunum. Nýja uppáhalds pítsan okkar!
Tómata pizza með fetaostasósu
- Pizzadeig
- 230 g salatostur frá Örnu Mjólkurvörum
- 3-4 stórir buff tómatar (magn mismunandi eftir hversu stórir tómatarnir eru)
- Salt og pipar
- 1 tsk. oreganó
- 2 msk. extra virgin hágæða ólífu olía
- Ferskt basil
Aðferð:
- Kveikið á ofninum og stillið á 230°C, undir og yfir hita.
- Fletjið út pizzadeigið og setjið á smjörpappír.
- Hellið olíunni frá salatostinum og setjið ostinn í blandara, maukið ostinn og smyrjið honum á pizzabotninn.
- Skerið tómatana í sneiðar og raðið þeim þétt á pizzuna, kryddið með salti, pipar og oreganó.
- Bakið pizzuna inn í ofni í u.þ.b. 15 mín en fylgist vel með því tíminn er svo mismunandi eftir þykkt botnsins og tómatana.
- Dreifið ólífu olíu yfir þegar pizzan kemur út úr ofninum og ferskri basil.