Trixið sem toppar kokteilinn

Svalandi gin drykkur með ferskum brómberjum. Hér væri snjallt að …
Svalandi gin drykkur með ferskum brómberjum. Hér væri snjallt að nota frosin brómber. mbl.is/Getty Images

Við efumst ekki um að það séu margir kokteilar sem eru hrisstir saman þetta sumarið – enda sól á lofti og gleði í mannskapnum. Hér er ein aðferð sem hægt er að fara eftir til að fullkomna kokteilinn.

Það jafnast fátt á við vel kældan kokteil og til þess að gera hann enn meira grand en í raun er – þá þarftu réttu klakana í verkið. Hér erum við að mæla með að setja ólívur í klakabox, fylla upp með vatni og setja í frysti. Þá áttu alltaf réttu klakana til að uppfæra drykkinn eins og á fínasta kokteilbar.

Það er einnig snjallt að eiga frosin ber og þegar hristir eru þannig kokteilar þjóna berin tvöföldu hlutverki; bæði skraut og klakar.

Ólívur eru fullkomnar út í kokteilinn þinn.
Ólívur eru fullkomnar út í kokteilinn þinn. mbl.is/Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert