Einfaldar leiðir til að bæta borðstofuna

Hér færðu góð ráð varðandi borðstofuna.
Hér færðu góð ráð varðandi borðstofuna. mbl.is/Nuura

Það finnast ýmsar leiðir til að flikka upp á borðstofuna, þá sérstaklega ef hún er í minni kantinum. En hér koma nokkur skotheld ráð.

Litir
Prófaðu að mála veggina í borðstofunni, þá kannski í ljósum litum. Það mun stækka rýmið og skapa léttari stemningu.

Motta
Mottur eru tilvaldar til að ramma inn ákveðin svæði. Hér mælum við með að fjárfesta í mottu sem ber sömu liti og veggirnir til að ná fram notalegri stemningu.

Fleiri möguleikar
Ef þú glímir við plássleysi, þá er upplagt að kaupa einn góðan stól við borðstofuborðið sem getur einnig verið nothæfur sem skrifborðsstóll.

Hringlaga borð
Hringlaga borð geta oftar en ekki komið að góðum notum frekar en þau sem eru löng eða ferköntuð. Því tilvalið að velta fyrir sér slíkum kaupum ef plássið er af skornum skammti.

Spegill
Speglar gefa meiri dýpt inn í rýmið. Hengdu upp spegil til að rýmið virki stærra, en þeir geta líka lýst upp rýmið til muna ef út í það er farið.

Plöntur
Grænblöðungar eru alltaf góð lausn til að gera hvaða rými sem er meira aðlaðandi. Þú getur einnig notað plöntur til að skipta upp rýminu – ef þörfin er þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert