Hér eru á ferðinni dýrindis borgarar þar sem búið er að blanda bæði osti og BBQ-sósu saman við hakkið. Skemmtilegt er að leika sér með hakkið á þennan hátt og hægt að gera endalausar tilraunir. Það er Linda Ben sem á heiðurinn af þessari uppskrift sem er einföld en einstaklega bragðgóð.
Grillaðir BBQ-borgarar frá grunni
- 500 g nautgripahakk frá SS
- 75 g kryddostur með pipar
- 1 dl Stubbs sticky and sweet BBQ-sósa + meira á tilbúna hamborgarana
- 1 msk. Grill Mates Brown sugar bourbon-krydd + meira á tilbúna hamborgarana
- ostur
- hamborgarabrauð
- grænmeti eins og til dæmis salat, súrar gúrkur, tómatar og paprika
Aðferð:
- Setjið hakkið í skál ásamt rifnum kryddosti, BBQ-sósu og kryddi. Hnoðið öllu vel saman og skiptið í fjóra hluta, útbúið hamborgara úr hakkinu.
- Grillið hamborgarana á heitu grillinu, kryddið meira ef þið viljið og smyrjið sósu á borgarana þegar þeir eru að verða tilbúnir, setjið ost yfir og látið hann bráðna.
- Raðið grænmetinu og kjötinu á hamborgarabrauðin.