Enn og aftur færum við ykkur ný húsráð, og að þessu sinni setjum við álpappír inn í uppþvottavél. Já, góðir lesendur – við erum alls ekkert að grínast með þetta hér.
Álpappír og uppþvottavél eru alls ekki hlutir sem okkur hefði dottið í hug að væru að fara að „tala saman“. En samkvæmt vinum okkar á TikTok virðast þeir vera með lausnina við öllu, því hér er á ferðinni húsráð sem færir þér skínandi hrein hnífapör. Eina sem þú þarft að gera er að taka álpappír, vöðla honum saman í kúlu og setja ofan í hnífaparahólfið. Settu því næst uppþvottavélina af stað og útkoman verða glampandi hrein hnífapör. Algjör snilld!
Við tökum þó fram að við höfum ekki prófað þetta og kunnum engar skýringar á því af hverju þetta á að virka þannig að þið verðið að prófa ráðið alveg á eigin ábyrgð.
@carolina.mccauley 🍴 This dishwasher hack will leave your silverware sparkling ✨ ##kitchenhacks ##homehacks ##dailyhacks ##cleaningmotivation ##hometips
♬ 1 step forward, 3 steps back - Olivia Rodrigo
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...
Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl