Mjólk er ekki bara mjólk er við notum hana út í kaffið. En samkvæmt kaffiþjónum þarna úti, þá freyðir mjólk ekki alltaf eins er hún lendi í kaffibollanum.
Hafra-, soja-, kókos-, hnetu- eða klassísk mjólk eru allar góðar út af fyrir sig, en þó ekki alltaf fyrir kaffið okkar sem keyrir daginn svo vel í gang. Sesammjólk breytist til að mynda í hálfgerðan „poll“ á meðan léttmjólk gefur litla froðu. En samkvæmt kaffibarþjónum, þá er hægt að freyða alla mjólk að einhverju leyti – en tveir mikilvægir þættir fyrir gufu og froðumyndun eru prótein og fita. Prótein hjálpar til við að byggja upp froðuna og fitan dreifir bragðinu.
Það eru ekki endilega til góðir eða slæmir kostir þegar kemur að því að búa til gott kaffi heima. Bragð getur verið afar persónulegt. Hér eru þó nokkrir punktar varðandi freyðandi mjólk út í kaffið.
- Nýmjólk þykir sú auðveldasta til að freyða, hún inniheldur hvorki of mikla né of litla fitu sem gefur þetta frábæra bragð og áferð sem þykir vinsælt á kaffihúsum.
- Léttmjólk er hægt að láta freyða, þó að megnið af fitunni sé ekki að finna í afurðinni. Hún bragðast þó ekki eins og nýmjólkin eða rjómi ef því er að skipta.
- Haframjólk er ljúffeng og náttúrulega sæt á bragðið og fullkomin út í kaffi latte.
- Möndlumjólk fær þessa sömu áferð og nýmjólkin gefur okkur, en enga síður bragðgóð með bolla af espresso. Það getur þó reynst erfitt að freyða hana.
- Cashew mjólk eða meirihluti hnetumjólkar, hefur hærra fituinnihald og þarf þar að leiðandi færri aukaefni til að haldast stöðug, bæði við og eftir gufun. Fituinnihald mjólkinnar hjálpar ekki bara við að ná betri áferð, heldur eykur það líka kaffibragðið til muna.
- Kókosmjólk er há í sykri, fitu og lá í próteini sem gerir það að verkum að aðeins erfiðara er að ná góðum tökum fyrir góða froðu. Hér ber alltaf að velja mjólk í fernum fremur en úr dós, því hún er þynnt með vatni sem hentar illa í þessu tilviki.
- Sojamjólk er ekki besti kosturinn fyrir froðumyndun – hún fellur strax niður.