Nýjungar í eldhúsið frá litaglaða HAY er að streyma til okkar þessi dægrin. Og við tökum fagnandi á móti, enda eru litir bara til að gleðja.
Litríkt borðhald
Nýtt samstarf við egypska kokkinn og listamanninn Laila Gohar hefur litið dagsins ljós. Vörulínan hefur fengið nafnið ‚Sombresa‘, sem er spænskt orð yfir þá stund sem á sér stað eftir að hafa notið kvöldmáltíðar í góðum félagsskap. Hér sjáum við ógrynni af vörum sem tengjast matarboðum – eða matarstell, bróderuðum borðdúk, keramíkvösum og öðrum textílum. Vörulínan er væntanleg í verslanir í kringum 15. September nk.
Ný klassík í borðstofuna
Við getum einnig farið að hlakka til að sjá stærri húsgögn hér með haustinu, því ný lína af borðum og stólum undir nafninu ‚Pastis‘. Vörurnar eru hannaðar af frakkanum Julien Renault sem hefur þá hugsjón að vörurnar endist í marga áratugi – og ber útlit trausts handverks. Hér eru stólar með og án armpúða, ferhyrnt borðstofuborð sem og lítið kringlótt hliðarborð.