Það er hugur í landanum og flestir eru á útopnu eins og eðlilegt er á þessum árstíma. Við sögðum frá því á dögunum að nýr veitingastaður væri væntanlegur í Hafnarstræti 4 og létu viðbrögðin ekki á sér standa.
Um er að ræða mexíkóskan staðinn Tres Locos sem er systurstaður Sæta svínsins, Apóteksins, Fjallkonunnar, Sushi social og Tapasbarsins. Reynslumeira veitingafólk er vandfundið á landinu og því ljóst að staðurinn mun standa undir öllum væntingum.
Að sögn Bergdísar Örlygsdóttur, eins eigenda og markaðsstjóra, voru viðbrögðin framar björtustu vonum. „Síminn stoppaði ekki þegar tilkynnt var um opnun staðarins og fyrsta kvöldið bókaðist upp á hálftíma."
Það er hreint ekki slæmt en staðurinn opnaði formlega í gærkvöldi þannig að það er um að gera að bóka borð í mexíkósku matarveisluna sem fyrst.
Heimasíða staðarins er jafnframt komin í loftið en hana er hægt að nálgast HÉR.