Þegar ekkert er til í skápunum heima, þá er alltaf hægt að útbúa hrökkbrauðspítsu. Helga Magga á heiðurinn að þessari samsetningu og hefur gert í mörg ár fyrir sitt heimafólk. Hún mælir einnig með að nota þríhyrningslaga hrökkbrauð og fá þannig ekta pítsusneiðarútlit.
Hrökkbrauðspítsan slær í gegn
- 4 hrökkbrauð
- Pizzasósa (40 g)
- Rifinn ostur (45 g)
- Pepperoni 4 stk.
- Pítsukrydd
Aðferð:
- Þú notar hrökkbrauðið eins og pítsabotn og setur á það álegg sem þér finnst gott.
- Bakar við 200 gráður í 7-10 mínútur eða þangað til osturinn er bráðinn. Tilvalið að auka próteinið með því að nota eldaðan kjúkling sem álegg. Botnarnir mýkjast við eldun en verða samt ennþá smá stökkir.