Einn frægasti stóll heims nú fáanlegur

Mbl.is/Carl Hansen & Søn

Þekkt hönnunarklassík er nú loksins fáanleg fyrir almúgann, því Vega-stóllinn er kominn í almenna framleiðslu. Áður var einungis hægt að njóta stólsins í tónleikahúsinu Vega, en hönnunin er frá árinu 1956.

Það er húsgagnaframleiðandinn Carl Hansen & Søn, sem framleiðir borðstofustólinn en hönnunin er eftir hinn þekkta arkitekt Vilhelm Lauritzen sem skapaði módernísk meistaraverk þar sem hugsað var út í minnstu smáatriði. Þannig var það einnig með stólinn sem hann hannaði fyrir Vega-tónleikahúsið á sínum tíma. Fyrir Lauritzen voru það smáatriðin sem gerðu heildarmyndina í öllu sem hann skapaði og endurspeglast svo sannarlega vel í byggingunni þar sem stóllinn hefur verið geymdur í árafjöld, allt þar til núna.

Stóllinn er staflanlegur og sést hér í glæsilegri blöndu úr stáli, viði, textíl eða leðri – allt eftir eigin óskum, en eins má fá stólinn án áklæðis og leyfa fallegum viðnum að njóta sín. Sveigjan í baki stólsins gefur honum áberandi karakter og út á handverkið höfum við ekkert að setja. Þessi nýja afurð er væntanleg í verslanir í október nk.

Gömul hönnun á stól er nú loksins fáanleg fyrir almenning.
Gömul hönnun á stól er nú loksins fáanleg fyrir almenning. Mbl.is/Carl Hansen & Søn
Mbl.is/Carl Hansen & Søn
Mbl.is/Carl Hansen & Søn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert