Sex hráefna pastaréttur sem slær í gegn

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Það er meistari Berglind Guðmunds á GRGS.is sem á heiðurinn að þessum einfalda en æðislega rétt sem tikkar í öll box.

Sex hráefna pastaréttur sem slær í gegn

Fyrir 4

  • 4 msk. ólífuolia
  • 250 g sveppir, sneiddir
  • sjávarsalt
  • 2 skarlottlaukar, smátt saxaðir
  • 500 g spaghetti
  • 120 ml rjómi frá Gott í matinn
  • 1/2 búnt steinselja, smátt skorin
  • 1/2 sítróna, safi og fínrifinn börkur
  • 2 msk. smjör
  • 1 dl rifinn parmesanostur
  • svartur pipar

Leiðbeiningar

  1. Látið olíu á pönnu og steikið sveppina í um 5 mínútur eða þar til þeir eru orðnir gylltir og stökkir á báðum hliðum. Saltið og bætið skarlottlauknum saman við og steikið þar til hann er farinn að mýkjast.
  2. Sjóðið pasta í saltvatni þar til það er farið að mýkjast en ekki orðið alveg mjúkt. Takið pastað með töngum og færið yfir á pönnuna, ásamt 240 ml af pastavatni og rjóma. Látið malla við miðlungshita í nokkrar mínútur þar til sósan er farin að þykkna.
  3. Takið af hitanum og bætið sítrónusafa, sítrónuberki, steinselju og parmesan saman við.
  4. Piprið ríflega og njótið vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert