„Þetta er besta gráðaostasósan á markaðnum í dag“

Einar vinsælustu sósur landsins hafa verið úrvalssósur Hagkaups sem voru sérhannaðar af Óskari Finnssyni, sem áður kenndur við hinn goðsagnakennda veitingastað Argentínu en í dag á hann og rekur Finnson Bistro í Kringlunni ásamt fjölskyldu sinni.

Sósurnar hafa verið afar vinsælar meðal landsmanna enda mikið lagt í framleiðsluna að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra Hagkaups. „Þessar sósur hafa gjörsamlega slegið í gegn enda var ekkert til sparað við framleiðsluna. Hvítlaukssósan úr fersk pressuðum hvítlauk, piparsósan úr sérvöldum svörtum, grænum og hvítum piparkornum af klifurjurtinni Piper nigrum og svo parmisan sósa sem gerð er úr 16 mánaða Ítölskum parmigiano Reggiano.“

„Nýjasta sósan er svo er svo að detta í búðir í dag. Það er lúxus gráðaostasósa sem unnin er úr sama grunni og hinar sósurnar okkar sem er þeyttur rjómi og sýrður rjómi en út í þann grunn setjum við svo Saint Agur sérinnfluttan franskan gráðost. Osturinn er spik feitur (double-cream) sem gerir hann alveg geggjaðan í svona sósu. Útkoman er einföld, þetta er besta gráðostasósan á markaðnum í dag, svo einfalt er það,” segir Sigurður Reynaldsson en nýju sósurnar koma í verslanir Hagkaups í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert