Bjóða nú upp á áfyllingar á tedósirnar

Ljósmynd/Samsett

Nýverið kynnti Te & Kaffi nýja vörulínu fyrir laufteið. Eftir að hafa ráðfært sig við endurvinnslustöðvar var ákveðið þá að fara í ósamsettar umbúðir svo hægt væri að flokka rétt.

„Við höfum alla tíð lagt mikið upp úr því að bjóða upp á hágæða te í lausu. Mamma og pabbi byrjuðu að flytja inn laufte fyrir tæpum 40 árum eftir að hafa búið í Svíþjóð og þau opnuðu fyrst litla verslun á Barónsstíg með nýbrenndu sælkerakaffi og ótrúlegu úrvali af laufte,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð vörustjóri Te & Kaffi. 

„Í dag erum við með yfir 20 tegundir af te í lausu, vinsælustu tegundirnar okkar. Úrvalið samanstendur af hreinum gæðateum bæði svörtum, grænum og hvítum, blönduð svört te eins og Earl Grey með íslensku blóðbergi og blönduð græn te ásamt ávaxtablöndum og himneskum jurtateum. Telaufin okkar eru hágæða lauf og það er mikill heilsufarslegur ávinningur að drekka laufte, enda stútfull af andoxunarefnum.“

„Við erum gríðarlega ánægð með þessar fallegu umbúðir og sérstaklega ánægð með að það er hægt að nýta pappadósirnar aftur og aftur þar sem við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á þann möguleika að kaupa áfyllingu í þær, sem er bæði ódýrara og gott fyrir umhverfið,“ segir Sunna að lokum en nýju umbúðirnar hafa vakið mikla athygli neytenda og þykja í senn mjög fallegar og umhverfisvænar. 

Hægt er að fá áfyllingarnar í Te & Kaffi á Laugavegi 27 og í vefverslun.

Sunna Rós Dýrfjörð vörustjóri Te & Kaffi
Sunna Rós Dýrfjörð vörustjóri Te & Kaffi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert