Sláandi staðreyndir um bananahýði

mbl.is/Getty Images

Hann kann vera skrítinn í laginu, en góður er hann! Guli bogni ávöxturinn sem er stútfullur af góðum næringarefnum, geymir einnig nóg af góðum efnum í sjálfu hýðinu eins og sjá má hér fyrir neðan.

Lækkar kólesterólið
Trefjar eru góðar fyrir kólesterólmagnið og draga úr hættu á hjarta og heilablóðfalli. Bananabörkur inniheldur meira af bæði leysanlegum og óleysanlegum trefjum en ávöxturinn sjálfur.

Þú færð betri svefn
Bananahýði getur verið lausnin á svefnvandamálunum þínum. En í hýðinu má finna efnið tryptófan, sem getur hjálpað til við að bæta svefninn.

Getur komið í veg fyrir krabbamein
Það eru nokkur matvæli sem talað er um að komi í veg fyrir krabbamein, og bananahýði er eitt þeirra. Hýðið er stútfullt af góðum andoxunarefnum, sem hjálpa til við að vernda frumur líkamans gegn krabbameini – svo það sakar ekki að láta reyna á það.

Gott fyrir augun
Bananahýði inniheldur efnið lútín sem hjálpar til við að halda augunum þínum heilbrigðum - og vernda gegn augnsjúkdómum.

Gott fyrir ónæmiskerfið
Bananahýði er svo trefjaríkt að það hjálpar til við myndun probiotic baktería, en það eru góðu bakteríurnar í meltingarkerfinu sem eru mikilvægar fyrir ónæmiskerfið.

Hýðið gleður þig
Magn efnisins serótónín er hátt í bananahýði, sem er það besta fyrir skapið þitt. Því meira serótónin í líkamanum, því betri líðan – og þar viljum við vera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert