Tveir þekktir í bransanum taka höndum saman

Uno Form hefur verið brautryðjandi í fallegri eldhúshönnun.
Uno Form hefur verið brautryðjandi í fallegri eldhúshönnun. mbl.is/Uno Form og Carl Hansen & Søn

Það er ánægjulegt að sjá tvö stórfyrirtæki taka höndum saman og sameina krafta sína í því sem þau gera hvað best – að framleiða hágæða vörur sem endast svo til að eilífu.

Eldhúsframleiðandinn Uno Form og húsgagnaframleiðandinn Carl Hansen & Søn hafa sameinað krafta sína og setja upp sýníngarrými víðsvegar um heiminn þar sem þau kynna danska hönnun á alþjóðavettvangi. Því verður hægt að sjá og kaupa bæði eldhús og húsgögn á einum og sama staðnum – því eldhúsinnrétting er jú, nokkurs konar mubla ef svo mætti segja. Bæði fyrirtækin hafa næmt auga fyrir smáatriðum og falla því fullkomlega vel fyrir hvort annað. Afskaplega gaman er tveir klassa framleiðendur styrkja hvorn annan í því sem þau gera hvað best.

Bæði vörumerkin eiga sér langa sögu að baki og eru traustar undirstöður í dönsku húsgagnahandverki. Saga Carl Hansen & Søn hófst árið 1908 með húsgagnasmíði í Óðinsvéum, sem í dag hefur vaxið í 50.000 m2 framleiðslu á Fjóni og yfir 600 starfsmenn um allan heim. Og Uno Form var stofnað árið 1968 og sameinar handverk í fallegri klassískri hönnun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert