Brauðrétturinn sem tryllir lýðinn

Ljósmynd/Linda Ben

Hér erum við að tala um sjúklega lekkeran og bragðgóðan brauðrétt frá Lindu Ben sem er líka svo huggulegur að hann flokkast eiginlega sem borðskraut.

Sjálf kallar Linda réttinn Ostabrauðbröllur og fullyrðir hún að við eigum öll eftir að elska þær. 

„Maður byrjar á því að skera brauðið að ofan í tígla, passið að skera ekki niður í botninn. Bræðið smjör og bætið út í það hvítlaukskryddi, notið skeið til að koma því alveg ofan í rákirnar á brauðinu en það er líka hægt að nota pensil. Skerið steinselju og bætið henni ofan í rifinn mozarella, troðið svo ostablöndunni alveg ofan í rákirnar. Pakkið brauðinu inn í álpappír en passið að klessa hann ekki upp við brauðið. Bakið inn í ofni fyrst með ápappírinn lokaðan en opnið hann svo til að brúna skorpuna. Berið brauðið fram heitt með pizzasósu.“

 Djúsí ostabrauðbröllur

  • Heilt súrdeigsbrauð eða ítalsktbrauð
  • 150 g smjör
  • 1 msk. hvítlaukskrydd
  • 230 g rifinn mozarella frá Örnu Mjólkurvörum
  • 1/2-1 dl fersk steinselja söxuð niður
  • 1-2 dl pizzasósa

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 190°C, undir og yfir hita.
  2. Skerið tíglamynstur í brauðið með því að skera ofan í það rendur með ca 2 cm millibili en passið að skera ekki alveg í gegn, botninn á að vera heill. Snúið brauðinu og skerið þvert á rendurnar þannig að það myndist tíglar.
  3. Setjið álpappír undir brauðið, hann þarf að vera það stór að hægt sé að loka álpappírnum þannig að það hylji alveg brauðið.
  4. Bræðið smjörið og bætið út í það hvítlaukskryddinu. Notið bæði skeið og pensil til að setja smjörið ofan í brauðið, gott að pensla fyrst yfir, opna svo raufarnar á brauðinu og hella smjörinu ofan í með matskeið, pensla svo aftur yfir.
  5. Saxið niður ferska steinselju og blandið saman við rifna ostinn, setjið ostablönduna vel inn í rákirnar á brauðinu, það er í góðu lagi þó svo að það sé einhver ostur ofan á brauðinu.
  6. Hyljið brauðið með álpappírnum, reynið að láta álpappírinn ekki snerta brauðið mikið svo osturinn klessist ekki allur við álpappírinn, en allt í lagi að það gerist smá. Bakið inn í ofni í 15 mín, opnið álpappírinn og bakið áfram í 5-10 mín til að fá fallegan lit á skorpuna.
  7. Setjið pizzasósu í skál.
  8. Berið fram á meðan brauðið er ennþá heitt með pizzasósunni og dýfið ostabrauðbröllunum ofan í pizzasósuna.
Ljósmynd/Linda Ben
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert