Michelin-maðurinn opnar veitingastað fyrir norðan

Gunnar Karl og Freyja ásamt börnum sínum á fallegum sumardegi …
Gunnar Karl og Freyja ásamt börnum sínum á fallegum sumardegi í New York. Ljósmynd/Aðsend

Við köllum hann Michelin manninn enda var hann sá fyrsti hér á landi til að hljóta stjörnuna eftirsóttu en við erum að sjálfsögu að tala um Gunnar Karl Gíslason, manninn á bak við Dill.

Nú berast þau tíðindi að hann ætli að opna nýjan stað fyrir norðan á næstunni sem hlotið hefur nafnið North og verður einskonar systurstaður Dill.

Ljóst er að hér er um mikinn hvalreka að ræða fyrir norðlendinga enda mikill fjöldi ferðamanna sem heimsækir svæðið.

Staðurinn verður á jarðhæð Hótels Akureyrar í gamla Skjaldborgarhúsinu við Hafnarstræti og mun rúma um 20 manns í sæti.

Akureyri.net

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert