Sumardrykkurinn sem þú verður að prófa

Ískaldur og áfengislaus mojito.
Ískaldur og áfengislaus mojito. mbl.is/Tetley

Hér er á ferðinni útgáfa af mojito fyrir áfengislausu þjóðina sem þó kýs að hafa góðan drykk við hönd. Drykkurinn þykir óvenju svalandi og er uppskriftin í boði te-framleiðandans Tetley. En hér má notast við hvaða te-tegund sem er.

Ískaldur mojito með grænu tei

  • 4 tepokar af grænu tei
  • 500 ml sjóðandi vatn
  • 250 ml kalt vatn
  • Sykur, hunang eða agave eftir smekk
  • Handfylli af myntulaufum
  • Engifer
  • Lime safi til að smakka til
  • Lime skífur og myntulauf til skrauts
  • Ísmolar

Aðferð:

  1. Setjið tepokana í sjóðandi heitt vatnið í fimm mínútur og takið síðan pokana upp úr vatninu.
  2. Hrærið kalda vatninu saman við það heita og bætið sykri eða hunangi út í eftir smekk.
  3. Setjið myntulauf og engifer út í vatnið, ásamt sítrónu- eða limesafa.
  4. Kælið inn í ísskáp og berið fram með ísmolum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka