Afmælisútgáfa Johan Bülow í fjölnota umbúðum

Lakkrískóngurinn leitar aftur í ræturnar með nýrri vöru.
Lakkrískóngurinn leitar aftur í ræturnar með nýrri vöru. mbl.is/Johan Bülow

Það eru 15 ár liðin frá því að Joh­an Bülow gjör­bylti sam­bandi Dana við lakk­rís og því fagn­ar hann  með nýrri vöru.

Nýji líf­ræni lakk­rís­inn sem ber titil­inn Slow Craf­ted, er kom­inn til að vera – enda byggður á upp­runa­legu upp­skrift­inni sem Joh­an Bülow mallaði yfir pott­un­um í litlu eld­húsi á Born­holm hér um árið. En sjálf­ur seg­ist hann hafa eytt heilu ári í eld­húsi móður sinn­ar til að prufa sig áfram með að finna hina réttu upp­skrift að lakk­rís. Slow Craf­ted, er vís­un í að það þurfi þol­in­mæði til að búa til góðan lakk­rís – eða sjóða hann var­lega í fjóra tíma, láta hvíla í sól­ar­hring og því næst hnoða í hönd­un­um til að lakk­rís­inn fái þessa ríku kara­mellu­kenndu áferð.

Lakk­rís­inn er fá­an­leg­ur í nýj­um umbúðum, eða í gle­ríláti sem eru end­ur­vinn­an­leg og má nota áfram í eld­hús­inu sem glas eða und­ir önn­ur mat­væli. Lok­in á glös­un­um eru það þétt að auðvelt er að taka með sér djúsa á ferðina, geyma þurr­vör­ur eða jafn­vel sultu í glös­un­um. Og þar fyr­ir utan er mæli­kv­arði á gler­inu, svo það nýt­ist einnig sem mæliskál svo ekki sé meira sagt. Slow Craf­ted kem­ur í þrem­ur mis­mun­andi bragðteg­und­um, eða Cara­mel Date, Mango Vanilla og Dark Truffle – hvert öðru spenn­andi.

mbl.is/​Joh­an Bülow
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert