Afmælisútgáfa Johan Bülow í fjölnota umbúðum

Lakkrískóngurinn leitar aftur í ræturnar með nýrri vöru.
Lakkrískóngurinn leitar aftur í ræturnar með nýrri vöru. mbl.is/Johan Bülow

Það eru 15 ár liðin frá því að Johan Bülow gjörbylti sambandi Dana við lakkrís og því fagnar hann  með nýrri vöru.

Nýji lífræni lakkrísinn sem ber titilinn Slow Crafted, er kominn til að vera – enda byggður á upprunalegu uppskriftinni sem Johan Bülow mallaði yfir pottunum í litlu eldhúsi á Bornholm hér um árið. En sjálfur segist hann hafa eytt heilu ári í eldhúsi móður sinnar til að prufa sig áfram með að finna hina réttu uppskrift að lakkrís. Slow Crafted, er vísun í að það þurfi þolinmæði til að búa til góðan lakkrís – eða sjóða hann varlega í fjóra tíma, láta hvíla í sólarhring og því næst hnoða í höndunum til að lakkrísinn fái þessa ríku karamellukenndu áferð.

Lakkrísinn er fáanlegur í nýjum umbúðum, eða í gleríláti sem eru endurvinnanleg og má nota áfram í eldhúsinu sem glas eða undir önnur matvæli. Lokin á glösunum eru það þétt að auðvelt er að taka með sér djúsa á ferðina, geyma þurrvörur eða jafnvel sultu í glösunum. Og þar fyrir utan er mælikvarði á glerinu, svo það nýtist einnig sem mæliskál svo ekki sé meira sagt. Slow Crafted kemur í þremur mismunandi bragðtegundum, eða Caramel Date, Mango Vanilla og Dark Truffle – hvert öðru spennandi.

mbl.is/Johan Bülow
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert