Nýr borðstofustóll vekur athygil

Mörgæsastóllinn er glæsilegur á að líta.
Mörgæsastóllinn er glæsilegur á að líta. mbl.is/MENU

Nýr og glæsilegur stóll frá MENU hefur verið kynntur til leiks. Hann ber nafnið ´Mörgæsastóllinn´og er sannarlega falleg viðbót við borðstofuborðið. 

Hver er ekki með stólablæti innst inni við beinið - við hér á matarvefnum erum klárlega þar, og förum alls ekki leynt með það. The Penguin Chair var hannaður af Ib Kofod-Larsen á miðri síðustu öld, eða 1953. Hér er um léttan, glæsilegan og skúlptúraðan borðstofustól sem varð fljótt einn sá vinsælasti sem fluttur var út frá Danmörku til Bandaríkjanna á sínum tíma. Og nú fæst stóllinn í endurbættri útgáfu og hentar vel fyrir borðstofuna sem og inn á veitingastaði. 

Stóllinn dregur nafn sitt af fluglausa fuglinum, sem þó er reisnarlegur á að líta. Eða dæmigerð nálgun á hönnun Ib Kofod, þar sem fagurfræðileg nálgun og einfaldleikinn einkenna stólinn. Bak stólsins er örlítið bogið og hallandi sem heldur vel utan um mann með auknum þægindum. 

mbl.is/MENU
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert