Á einum fallegasta stað bæjarins, í Þingholtunum – er gamalt eldhús að finna sem hefur fengið skemmtilega yfirhalningu.
Hér sjáum við hönnun á nýju eldhúsi í húsí í Þingholtunum frá 4. áratug síðustu aldar – en eldhúsið var tekið í gegn árið 2016. Verkið var í höndum YRKI arkitekta sem hafa haldið í gamla sjarmann eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Það má augljóslega finna áhrifin frá gamla tímanum sem mætir nútímanum með hvítri innréttingu og svartri borðplötu. Það sem vekur þó mestu athyglina eru flísalögðu veggirnir, sem úr fjarlægð virka eins og stærðarinnar veggmynd og dregur mann frá því að hér sé um eldhús að ræða – frekar huggulegt samkomurými þar sem spennandi hlutir og sögur gerjast yfir pottunum.