Við erum formlega yfir okkur hrifin af nýju pítsukössunum hjá Flatey Pizza – en þeir eru án efa eins mesta snilld sem sést hefur lengi.
Í fréttatilkynningu segir að Flatey pítsa sé listaverk og það geti pítsakassi einnig verið. Settu forsvarsmenn Flateyjar sig í samband við upprennandi listamenn sem munu nota kassana sem einskonar striga til að varpa hugmyndum sínum og listsköpun niður á „blað“. Það er Edda Karólína sem ríður á vaðið, en hún er málari, listamaður og athafnakona með meiru. Edda Karólína rekur listarýmið FÚSK Gufunes ásamt fleiri Fúskurum og er kassinn hinn glæsilegasti á að líta. Það er gaman að sjá fyrirtæki sem Flatey, stíga út fyrir rammann og prófa nýjar leiðir – því nú mun bæði pítsakassinn og innihaldið gleðja meira en marga grunar.