Stóll sem er framleiddur úr afgangi af BKI kaffi

Nýr stóll frá Mater - framleiddur úr endurunnu kaffi og …
Nýr stóll frá Mater - framleiddur úr endurunnu kaffi og plasti. Mbl.is/Mater

Nýr og notalegur stóll frá Mater var kynntur nú á dögunum, en stóllinn er hannaður úr úrgangsefnum sem annars færu til spillis.

Stóllinn er hluti af Eternity vörulínunni og hannaður af Space Copenhagen. Hér um ræðir staflanlegan stól sem er framleiddur úr afgangi af BKI kaffi í bland við endurnýttan plastúrgang frá GROHE – eða tveimur þekktum vörumerkjum sem huga að gæðum í sinni framleiðslu.

Stólinn er hægt að fá bólstraðan á sessu og eða á stólbaki með ullaráklæði frá Kvadrat, sem einnig er framleitt að hluta úr endurnýttum garnsnúrum. Dökk skelin fær því í að njóta sín jafnt sem stóllinn er bólstraður eða ekki – og þá með fallegum litum í áklæðisvali sem engin önnur en litasérfræðingurinn Margrethe Odgaard stendur fyrir.

Mbl.is/Mater
Mbl.is/Mater
Mbl.is/Mater
Mbl.is/Mater
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert