75 ára og enn langflottastur

Glæsilegur stóll sem eldist vel - klassísk hönnun eins og …
Glæsilegur stóll sem eldist vel - klassísk hönnun eins og hún gerist best. Mbl.is/Fredericia Furniture

Hann var skapaður fyrir 75 árum síðan og er enn í tísku – í raun meira en nokkru sinni fyrr. Hér er átt við einn þekktasta borðstofustól síðari ára, sem hannaður var af Børge Mogensen. Stóllinn J39 er sönn klassík og er kynntur til leiks í nýrri útgáfu.

Børge Mogensen var brautryðjandi á sínu sviði og var sannarlega einn af þeim þekktu hönnuðum sem komu danskri hönnun á kortið hvað varðar falleg húsgagnasmíði. Stóllinn endurspeglar leit Børge að hreinleika í hönnun – sem hann nær svo sannarlega með þessari smíði. Enda höfðar stóllinn til flestra og passar inn í hvaða rými sem er. Því kemur ekki á óvart að J39 hefur verið í stöðugri framleiðslu síðan hann kom á markað árið 1947. Þess má geta að hönnunin sjálf er tilbrigði við kirkjustól Kaare Klint, sem hann bjó til fyrir Betlehemskirkjuna í Kaupmannahöfn árið 1936.

Til þess að fagna stórafmælinu hefur Fredericia Furniture kynnt sérlega afmælisútgáfu með sjálfbærri handofinni setu, rétt eins og upprunalega útgáfan sem stóð heima í stofunni hjá Børge sjálfum.

Mbl.is/Fredericia Furniture
Mbl.is/Fredericia Furniture
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert