Bestu ráðin til að strauja skyrtur

Það er mun auðveldara að strauja en þú miklar fyrir …
Það er mun auðveldara að strauja en þú miklar fyrir þér. mbl.is/Kop og kande

Það jafnast ekkert á við vel straujaða skyrtu, en mörg okkar gefumst upp á strauborðinu því við kunnum ekki réttu handtökin – sem eru alls ekki svo flókin ef þú fylgir þessum lista hér að neðan.

Skref 1:
Byrjaðu á því að nota gufuna í straujárninu til að gera skyrtuna örlítið raka, þannig er auðveldara að losa um allar krumpur.

Skref 2:
Brettu kragann á skyrtunni upp og leggðu flatan á strauborðið. Straujaðu fyrst kragann að innan og brjóttu svo niður. Straujaðu kragann þannig að þú fáir fallegt brot.

Skref 3:
Straujið ermarnar frá öxl og niður á báðum hliðum. Passið að ermarnar liggi alveg flatar og þar sem saumurinn er staðsettur til að ná bestum árangri.

Skref 4:
Straujið bakhlið skyrtunnar með því að renna járninu niður eftir bakinu með hægum hreyfingum. Straujið því næst skyrtuna að framan og farið varlega í kringum tölurnar.

Skref 5:
Þegar búið er að strauja skyrtuna er mikilvægt að kæla. Hengdu skyrtuna á herðatré í 4-5 mínútur til að leyfa henni að kólna áður en þú ferð í hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert