Búrskápar verða sífellt vinsælli

Matbúr eru frábær framlenging á eldhúsið ef plássið býður upp …
Matbúr eru frábær framlenging á eldhúsið ef plássið býður upp á slíkt . Mbl.is/Kop og kande

Síðustu misseri hafa matbúr verið sívinsælli í eldhúsum – en þau losa þig undan matvöru sem og tækjum og tólum sem annars taka of mikið pláss í skápunum. Hér eru bestu ráðin þegar við skipuleggjum búrið til að hafa allt upp á tíu, því þannig rúllum við hér á matarvefnum er kemur að mat og skipulagi.

Forðastu sól
Matbúr ættu að vera svöl til að maturinn endist lengur, þá helst með hitastig á bilinu 5-10 gráður. Því er mikilvægt að herbergið sé ekki með útvegg sem snýr í suður sem sólin hitar á daginn, né glugga sem sólin nær að teygja sig í gegnum.

Kjallari
Kjallarar eru fyrirtaks aðstaða fyrir matbúr – þar sem náttúrulegur svali leikur um rýmið. Eins væri ráð að útbúa pláss út frá þvottahúsinu ef aðstaða leyfir til.

Haltu hitanum úti
Ef búrið liggur út frá eldhúsinu, þá er gott að vera með einangraða hurð og vegg, til að hiti komist ekki í gegn og hækki þar með hittann í þvottahúsinu. Að sama skapi þarf að huga að góðri loftræstingu í matbúrum til að ekki myndist mygla eða vond lykt.

Hillur og fleiri hillur
Matbúr eru hugsuð sem geymslurými og því er mikilvægt að vera með nóg af hillum frá gólfi til lofts til að rúma sem mest. Þannig verður auðveldara að raða í hillurnar og búa til gott skipulag sem aldrei fyrr. Og ekki skemmir fyrir að festa kaup í gegnsæjum ílátum sem sýna það sem í boði er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert