Hvernig hljómar að geta tekið upp tólið og fengið kampavín hvenær sem þig þyrstir í? Í okkar eyrum er fátt sem myndi stoppa okkur í þeim efnum.
The Kimpton Harper hótelið í Texas, fagnaði fyrsta afmælinu sínu með nóg af búbblum. Í júlí tilkynnti hótelið um samstarf við vínframleiðandann Veuve Clicquot og hefur verið settur sérlegur kampavínssími inn á svítur hótelsins þar sem gestir þurfa einungis að taka upp tólið til að panta sér kampavín sem er að sjálfsögðu við kjörhitastig.
Kampavínið kemur í sérmerktum glösum sem gestir mega taka með sér heim.
Að sögn talsmanna hafa viðtökurnar ekki látið á sér standa og því hefur verið ákveðið að síminn sé kominn til að vera.