Splúnkuný lína af glervörum var að detta í hús frá Ferm Living – þá af glösum í ýmsum útgáfum sem og kanna, sem gleðja augað við matarborðið.
Nýja vörulínan kallast ‚Oli‘ og er öll framleidd úr endurunnu gleri með fíngerðum tón. Munnblásið glerið skilur eftir sig örsmáar loftbólur sem myndast er glerið er blásið í hin ýmsu glasaform og þeim leyft að haldast. Glösin liggja áreynslulaust í hendi og eru hugsuð til daglegra nota, en glerið er misjafnlega þykkt og liturinn er einnig misjafn, vegna þess að efnið er endurunnið og ferlið flókið er blása á bráðið glerið í form. Að sama skapi verður glerið einstakara ásjónu og hvert glas því sérstakt. Í vörulínunni má meðal annars sjá vatnsglös í tveimur stærðum, vínglas, kampavínsglas og könnu.