Dýrasta kampavínsflaska heims fór á metfé

Dýrasta kampavínsflaska heims kostar meira en þig grunar.
Dýrasta kampavínsflaska heims kostar meira en þig grunar. mbl.is/Getty

Við erum tilbúin að borga vel fyrir gott kampavín, en hversu mikið er of mikið? Verðmætasta kampavínsflaska heims kostar litlar 343 milljónir og 450 þúsund – gjörið svo vel.

Nýverið var flaska af Avenue Foch 2017 kampavíni, seld hæstbjóðanda á uppboði á 2,5 milljónir dollara – og telst það dýrasta kampavínsflaska heims. Auk flöskunnar fær nýr eigandi einkarétt á mynd sem prýðir flöskuna sem og aðrar myndir af teiknimyndafígúrum sem skreyta komandi flöskur á markað.

Kampavínið er samstarfsverkefni kampavínsframleiðandans og NFT viðskiptamógulsins, Shammi Shinh og listamannsins Mig, sem á heiðurinn að Bored Ape Yacht Club NFT collection og hefur notið mikilla vinsælda hjá frægum sem og ungu fólki að kaupa og selja á netinu. Um ræðir myndir af öpum í allskyns klæðnaði og múnderingum – og borgar fólk fúlgur fjár til að eignast mynd af slíkum öpum.

Kampavínið er framleitt úr  Premier Cru þrúgum og var selt ítölskum bræðrum Giovanni og Piero Buono sem sögðu í samtali að þeir hefðu engin plön um að drekka kampavínið að svo stöddu.

mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert