Hannaði drykkjuspil fyrir helgina

Ásta Þórunn Elvarsdóttir stefnir á Listaháskólann næsta vor.
Ásta Þórunn Elvarsdóttir stefnir á Listaháskólann næsta vor. mbl.is/Instagram_@astaelvars_art

Ásta Þórunn Elvarsdóttir útfærði partíspil fyrir verslunarmannahelgina sem vekur ómælda lukku – og nú bíður fólk í röðum eftir að festa kaup á einu slíku.

Þegar ungir listrænir íslendingar henda hugmyndum sínum í framkvæmd, þá sperrum við eyrun og leggjum við hlustir. Ásta Þórunn er rétt um tvítugt og margt til lista lagt. Hún útskrifaðist sem stúdent af myndlistabraut í VMA og ætlar sér að sækja um í Listaháskólanum næsta vor. Ásta Þórunn dundaði sér við að útfæra drykkju-partíspil fyrir sig og vinina, þar sem fyrirmyndin er hið klassíska slönguspil – sem hún lét skanna inn og prentaði út þar sem eftirspurn var eftir spilinu. Vinsældirnar hafa ekki látið á sér standa, því eftir að hafa birt myndir af spilinu á samfélagsmiðlum, hefur hún varla haft undan við að afgreiða pantanir.

Þeir sem vilja skoða nánar og festa kaup á skemmtilegasta partíspili sumarsins – geta farið inn á síðuna HÉR.

Partíspilið sem tryllir mannskapinn.
Partíspilið sem tryllir mannskapinn. mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert