Nú hægt að fá súkkkulaðikraft í teningum frá Knorr

mbl.is/Knorr/Cox & Co

Hvað erum við að sjá hér? Jú, súkkulaðiteninga sem bragðaukandi viðbót í súpuna eða sósuna.

Þessi nýji súkkulaðikraftur er samstarfsverkefni Knorr við súkkulaðiframleiðandann Cox & Co og á að bragðbæta fiskréttinn, pastasósuna eða súpuna ef því er að skipta. Og áður en við setjum upp hattinn og byrjum að dæma, þá er það staðreynd að fólk setur oft á tíðum súkkulaði út í rétti eins og t.d. chilli con carne. En þessir súkkulaðibitar eru gæddir 71% kakói og sjávarsalti og eru sagðir státa af djörfu og kraftmiklu bragði til að bæta hversdagslega rétti. Það má ýmist setja þá beint út í réttinn eða blanda saman við smávegis af vatni til að þynna þá út. Hér um ræðir takmarkað upplagn, svo þeir sem vilja prófa þurfa að leita út fyrir landsteinana til að nálgast vöruna.

Nýjir súkkulaðikubbar sem eiga að bragðbæta matinn til muna.
Nýjir súkkulaðikubbar sem eiga að bragðbæta matinn til muna. mbl.is/Knorr/Cox & Co
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert